Edda B. Kristmundsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Bókasafns Ísafjarðar og Guðfinna Hreiðarsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns Héraðsskjalasafns og Ljósmyndasafns Ísafjarðar. Söfnin eru rekin undir þaki Safnahússins á Eyrartúni á Ísafirði og heyrðu áður undir forstöðumann Safnahúss.
Lesa meira Fyrir skömmu barst Listasafni Ísafjarðar gjöf frá Bandaríkjunum en um er að ræða málverk af Ísafirði, málað af Jóni Hróbjartssyni 1931. Gefandi er Ole Osrunn, fæddur og uppalinn í New York. Hann erfði málverkið eftir föður sinn, Pál Ósrunn Guðmundssson, sem var fæddur á Ísafirði 1888 en flutti til Vesturheims 1919. Páll var sonur Guðmundar Pálssonar beykis (1850-1937) og Guðfinnu Rósinkransdóttur (1854-1923). Hann var elstur fjögurra systkina en þau voru: Ása fædd 1890, Sigríður fædd 1891, Kjartans Rósinkranz fæddur 1894. Uppeldissystir þeirra var María Sveinsdóttir fædd 1901.
Lesa meira Laugardagurinn 5. september er síðasti opnunardagur sýningarinnar „Kortakallinn Smári“ í Safnahúsinu. Af því tilefni ætlar Ómar Smári Kristinsson, bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2019, að efna til listamannaspjalls sama dag kl. 14.
Lesa meira Í nýjustu útgáfu Skjalafrétta Þjóðskjalasafns Íslands eru áréttuð nokkur atriði er varða varðveislu skjala og skráningu þeirra í skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila.
Lesa meira