Lýsitexta vantar með mynd.

Af veggnum heima

Sýning þessi er sýnishorn af listaverkum í eigu íbúa Ísafjarðar. Hvert verk hefur sína eigin sögu og er farið yfir hana hér í sýningarsal okkar. Listamennirnir koma frá öllum heiminum, sumir eru íbúar hér en aðrir héðan og þaðan af Íslandi. Spennandi sýning á annari hæð Gamla sjúkrahússins, láttu sjá þig.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Inndjúpið - ný bók eftir Jón Pál Halldórsson

Laugardaginn 17. október verður Sögufélag Ísfirðinga með útgáfuhóf í Safnahúsinu í tilefni af nýútgefinni bók eftir Jón Pál Halldórsson sem ber heitið Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Í bókinni er fjallað um bæi og búendur í Inndjúpinu á öldinni sem leið en allt fram á fimmta áratug aldarinnar var búseta á nánast öllum bæjum á þessu svæði. Árið 1950 voru 400 íbúar í fjórum hreppum Inndjúpsins en þeim fór síðan fækkandi og voru orðnir 253 árið 1980 og 151 í árslok 1990. Í dag er búseta með hefðbundnum hætti á átta bæjum á svæðinu.

Lesa meira