
Inndjúpið - ný bók eftir Jón Pál Halldórsson
Laugardaginn 17. október verður Sögufélag Ísfirðinga með útgáfuhóf í Safnahúsinu í tilefni af nýútgefinni bók eftir Jón Pál Halldórsson sem ber heitið Inndjúpið. Bæir og ábúendur í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Í bókinni er fjallað um bæi og búendur í Inndjúpinu á öldinni sem leið en allt fram á fimmta áratug aldarinnar var búseta á nánast öllum bæjum á þessu svæði. Árið 1950 voru 400 íbúar í fjórum hreppum Inndjúpsins en þeim fór síðan fækkandi og voru orðnir 253 árið 1980 og 151 í árslok 1990. Í dag er búseta með hefðbundnum hætti á átta bæjum á svæðinu.
Lesa meira