
Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður
Miðvikudaginn 16. september kl. 9.30 verður þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í sal Listasafnsins í Safnahúsinu. Undirritunin er upphaf aðgerða sem bæta eiga læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun.
Miðvikudaginn 16. september kl. 9.30 verður þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í sal Listasafnsins í Safnahúsinu.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritar sáttmálann fyrir hönd ríkisins, en Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Undirritunin er upphaf aðgerða sem bæta eiga læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun. http://www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/hvitbok/
Öllum áhugasömum er velkomið að vera viðstaddir undirritunina.