Sýningarlok
Síðasti opnunardagur „Veggir úr sögu kvenna“, sýningar Kvenréttingafélags Íslands, verður laugardaginn 4. apríl. Húsið er opið kl. 13 - 16 og á þeim tíma verður fluttur einleikur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Síðasti opnunardagur „Veggir úr sögu kvenna“ er laugardagurinn 4. apríl. Af því tilefni ætlar Harpa Henrysdóttir að flytja frumsaminn einleik um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Fyrri flutningu verksins, sem tekur um 10 mínútur, verður kl. 14 og sá síðari kl. 15.