VESTURFARAR - saga og sögur

Fimmtudaginn 3. september kl.16 mun Atli Ásmundsson fjalla um veru sína meðal Vestur Íslendinga í Kanada en hann var ræðismaður í hartnær áratug. Erindið verður í sal Listasafnsins á 2. hæð.

Atli Ásmundsson, fyrrum ræðismaður í Winnipeg í Kanada flytur erindi í Safnahúsinu Ísafirði. Hann mun tala um veru sína meðal Vestur Íslendinga en hann starfaði meðal þeirra í hartnær 10 ár. Atli hefur haldið erindi víða um land og fengið góðar viðtökur. Atli og kona hans Þrúður Helgadóttir munu svara spurningum og spjalla við fólk að erindi loknu.

Fyrirlesturinn er samvinnuverkefni Safnahússins Ísafirði og Þjóðræknisfélags Íslands.

Velja mynd