Lýsitexta vantar með mynd.

Hestasmiðurinn Júlíana

Fimm hestar með afar merkilega sögu eru nú til sýnis í Safnahúsinu. Um er að ræða leikfangahesta gerða af Júlíönu Halldórsdóttur sem var fædd árið 1864 að Hóli í Önundarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Halldórsson og Guðrún Jónsdóttir. Eignuðust þau sautján börn en ekki komust nema sjö þeirra til fullorðinsára. Halldór á Hóli var smiður góður og smíðaði margt fyrir nágrannana og sagt var að Guðrún hefði alltaf verið góð heim að sækja.

Lesa meira