
Ljóðalestur
Fimmtudaginn 11. júní mun Eyþór Árnason lesa úr ljóðbókum sínum í Safnahúsinu og hefst dagskráin kl. 17. Upplagt að ljúka deginum á kaffisopa og ljóðalestri! Eyþór Árnason fæddist og ólst upp í Skagafirði. Hann útskrifðaðist frá Leiklistarskola Íslands vorið 1983. Siðan starfaði hann í 20 ár frá 1987 sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og einnig hjá Saga film þar sem hann hefur unnið við marga af stærstu sjónvarpsviðburðum og þáttum landsins.
Fimmtudaginn 11. júní mun Eyþór Árnason lesa úr ljóðbókum sínum í Safnahúsinu og hefst dagskráin kl. 17. Upplagt að ljúka deginum á kaffisopa og ljóðalestri - allir hjartanlega velkomnir.
Eyþór Árnason fæddist og ólst upp í Skagafirði. Hann útskrifðaðist frá Leiklistarskola Íslands vorið 1983. Siðan starfaði hann í 20 ár frá 1987 sem sviðsstjóri hjá Stöð 2 og einnig hjá Saga film þar sem hann hefur unnið við marga af stærstu sjónvarpsviðburðum og þáttum landsins. Eyþór var ráðinn sviðsstjóri tónlistarhússins Hörpu fyrir opnun hússins. Eyþór hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Árið 2011 sendi hann frá sér ljóðabókina Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu. Eyþór sendi svo frá sér sína þriðju ljóðabók Norður nú í lok apríl á þessu ári.