
Ljósmyndasýning Guðrúnar Guðmundsdóttur
Senn líður að lokum sýningar Guðrúnar Guðmundsdóttur í Safnahúsinu. Hún sýnir ljósmyndir á göngum hússins en um er að ræða tíu landslagsmyndir.
Senn líður að lokum sýningar Guðrúnar Guðmundsdóttur í Safnahúsinu. Hún sýnir ljósmyndir á göngum hússins en um er að ræða tíu landslagsmyndir. „Myndirnar spruttu upp úr meistaraverkefni mínu sem fjallar um birtingarmynd náttúrunnar í fjölskyldumyndum. Myndirnar á sýningunni eru svo landslagsmyndir sem bera vott um það að fólk lifir í landslaginu og notar það. Þannig að það er verið að afbyggja þessa ímynd sem við höfum um hreina náttúru,“ segir Guðrún í viðtali við BB þann 20. nóvember s.l. Viðtalið má sjá í heild sinni hér: http://bb.is/?PageID=26&NewsID=191346