17. júní 2015 - og við erum 90 ára!
Við verðum með lokað á 17. júní sem er afmælisdagur hússins en það var vígt við hátíðlega athöfn fyrir 90 árum. Myndin sem hér fylgir er einmitt tekin við það tækifæri og kemur úr safni Guðmundar Mosdal.
Húsið verður lokað á morgun 17.júní. Verðum með opið á fimmtudaginn eins og venjulega en svo lokum við eftir hádegi föstudaginn 19. júní. Það er því um að gera að kíkja við á fimmtudaginn til að ná í lesefni fyrir helgina.
Til gamans má geta þess að húsið var vígt 17. júní 1925 og á því 90 ára afmæli á morgun. Myndin sem hér fylgir er einmitt tekin á vígsluhátíðinni. Við ætlum að fagna þessum tímamótum síðar í sumar og tilkynnum nánar um það þegar nær dregur sumarlokum.
Gleðilegan þjóðhátíðardag!