LL 50 ára!

Í tilefni af 50 ára afmæli Litla leikklúbbsins verður opnuð afmælissýning í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu föstudaginn 24. apríl kl. 16.

Föstudaginn 24. apríl opnar afmælissýning Litla leikklúbbsins í sal Listasafns Ísafjarðar. Þann dag á félagið hálfrar aldar afmæli en það var stofnað 24. apríl 1965. Þessa dagana vinnur Nína Ivanova hörðum höndum við uppsetningu sýningarinnar en hún hannaði umgjörð hennar. Óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari!

Sýningin opnar kl. 16 á föstudaginn og verður opin á opnunartíma hússins, virka daga kl. 13-18 og 13-16 á laugardögum. 

Velja mynd