Síðustu dagar afmælissýningar LL
Nú fer hver að verða síðastur að sjá afmælissýningu LL í Safnahúsinu. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 6. júní.
Nú fer hver að verða síðastur að sjá afmælissýningu LL í Safnahúsinu. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 6. júní.
Sýningin var opnuð á 50 ára afmælisdegi félagins þann 24. apríl. Sjón er sögu ríkari og við hvetjum íbúa til að kíkja við í Safnahúsinu. Þess má geta að sýningin er samstarfsverkefni hússins og LL en hönnuðu hennar er Nína Ivanova. Þá gaf LL út veglegt afmælisrit sem hægt er að nálgast á sýningunni en um ritstjórn sá Ómar Smári.