
150 ÁRA KAUPSTAÐARAFMÆLI
Í dag, 26. janúar, eru liðin 150 ár frá því að Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Þann dag árið 1866 var gefin út og staðfest, af Kristjáni konungi hinum níunda, reglugerð um að gera Ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna. Sama dag var og gefið út „Opið bréf um að stofna byggingarnefnd á kaupstaðnum Ísafirði". Kosningar til bæjarstjórnar fóru fram mánudaginn 16. júlí í húsi Jóns Vedhólms gestgjafa og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar til þess að stjórna málefnum kaupstaðarins ásamt bæjarfógeta, sem var sjálfkjörinn samkvæmt reglugerðinni.
Lesa meira