Um leið við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn minnum við á að húsið er lokað á morgun, fimmtudaginn 21. apríl. Föstudagurinn er svo með hefðbundnu sniði hjá okkur, opið kl. 13-18 og heitt á könnunni.
Lesa meira
Hér má sjá lista yfir sýningar ársins í Safnahúsinu. Sá fyrirvari er þó á birtingu hans að röð sýninga getur breyst sem og að óviðráðanlegar orsakir geta orðið til þess að sýningar falla niður.
Lesa meira
Í tilefni þess að samtök verkafólks og sjómanna hafa starfað á Ísafirði samfleytt í eina öld verður opnuð sýning á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 16. april klukkan 14 og eru allir velkomnir.
Baldur og Sjómannafélagið – 100 ára barátta launafólks, verður opin á opnunartíma Safnahússins fram til Sjómannadagsins 5. júní 2016.
Lesa meira
Síðasti dagur Vex // Growing er laugardagurinn 9. apríl næstkomandi og mun Ólöf Dómhildur vera á sýningunni milli kl. 15 og 16 og spjalla við gesti.
Lesa meira