Lýsitexta vantar með mynd.

Opnun sýningar Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur Vex // Growing í Listasafni Ísafjarðar á skírdag kl. 16-18

Verkin á sýningunni Vex // Growing eru afrakstur vinnu sem hófst fyrir um þremur árum síðan með gjörningi þar sem hár listakonunar var klippt af við hnakka. Í verkunum er skoðuð lifandi tengsl þess dauða við mannslíkann ásamt því ferli að vaxa. Sýndar verða ljósmyndir, hljóðverk og verk unnin úr hári. Ólöf Dómhildur var kosin bæjarlistamaður Ísafjarðar 2015

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Styrkur til skönnunar á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar

Skjalasafnið á Ísafirði hefur fengið 850 þús. króna styrk vegna verkefnisins „Ljósmyndun/skönnun á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar“. Um er að ræða verkefnastyrki á fjárlögum árið 2016 sem ætlaðir eru héraðsskjalasöfnum landsins til skönnunar og miðlunar á völdum skjalaflokkum. Í ár höfðu forgang verkefni sem byggðust á að skanna eldri skjöl sveitarfélaga. Þjóðskjalasafn Íslands fékk það hlutverk að úthluta styrkjunum en alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og samtals var sótt um ríflega 30 m.kr. í styrki. Til úthlutunar voru 15 m.kr. sem fóru til 12 verkefna frá 11 héraðsskjalasöfnum.

Lesa meira