Bútasaumssýning

Mánudaginn 10. apríl opnar sýning bútasaumsklúbbsins Pjötlurnar í Safnahúsinu en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Á sýningunni eru óvissuverkefni sem og verkefni sem unnin hafa verið á Suðureyri, Þingeyri, á Núpi og í Reykjanesi síðastliðin 20 ár.

Mánudaginn 10. apríl opnar sýning bútasaumsklúbbsins Pjötlurnar í Safnahúsinu en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Á sýningunni eru óvissuverkefni sem og verkefni sem unnin hafa verið á Suðureyri, Þingeyri, á Núpi og í Reykjanesi síðastliðin 20 ár. 

Klúbburinn var stofnaður 28. maí árið 1997 en félagssvæði hans nær yfir alla norðanverða Vestfirði. Félagsskonur hafa flestar verið um 70 talsins en í dag starfa 48 konur á öllum aldri í klúbbnum.

Sýningin stendur yfir dagana 10.-18. apríl en húsið er opið mánudag-miðvikudags kl. 13-18 og laugardag kl. 13-16.

Velja mynd