Álfabækur - opnun sýningar
Mánudaginn 1. maí kl. 17 opnar listamaðurinn Garason, Guðlaugur Arason, sýningu á verkum sem hann kallar Álfabækur.
Mánudaginn 1. maí kl. 17 opnar listamaðurinn Garason, Guðlaugur Arason, sýningu á verkum sem hann kallar Álfabækur. Guðlaugur hélt fyrst einkasýningu á Álfabókum á Akureyri 2013 og hafði þetta listform ekki áður verið sýnt á Íslandi. Samanstendur sýningin í raun af litlum bókaskápum fullum af örsmáum, þekktum, íslenskum sem erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og er hver bók í réttum stærðarhlutföllum. Í hverju verki má finna “álf” ef vel er að gáð, og er hann verndari verksins.
Guðlaugur Arason er einnig þekktur sem rithöfundur og hefur hann m.a. samið skáldsögur, ljóð og leikrit.
Verið velkomin!