Sýningarlok

Síðasti dagur sýningar GARASON, Guðlaugs Arasonar, á Álfabókum er laugardagurinn 27. maí. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessi einstaklega skemmtilegu verk.

Síðasti dagur sýningar GARASON, Guðlaugs Arasonar, á Álfabókum er laugardagurinn 27. maí. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessi einstaklega skemmtilegu verk.

Sýningin samanstendur í raun af litlum bókaskápum fullum af örsmáum, þekktum, íslenskum sem erlendum bókum. Hver bókaskápur er heimur útaf fyrir sig og er hver bók í réttum stærðarhlutföllum. Í hverju verki má finna “álf” ef vel er að gáð, og er hann verndari verksins.

Guðlaugur Arason er einnig þekktur sem rithöfundur og hefur hann m.a. samið skáldsögur, ljóð og leikrit.

Húsið er lokað föstudaginn 26. maí en opið milli 13 og 16 á laugardag.

Velja mynd