Grýla kemur í heimsókn

Grýla ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á morgun, á sjálfri Þorláksmessu. Hún lofar að verða komin í hús kl. 14 og ætlar að fá að hvíla lúin bein í sal Listasafnsins þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um hana.

Hún Grýla gamla ætlar að heimsækja okkur í Safnahúsið kl. 14 á morgun, Þorláksmessu. Hún ætlar að spjalla við gesti og gangandi í sal Listasafnsins og segja aðeins frá sinni viðburðaríku ævi. Hún mög gömul og á yfir 100 börn, þar af eru jólasveinarnir 13 sem hún á með honum Leppalúða. Leppalúði er latur eins og allir vita og nennti ekki að koma með henni til byggða í þetta sinn.

Safnahúsið er opið 13-16 á Þorláksmessu og að venju er heitt á könnunni hjá okkur.

Velja mynd