
Afhentu gjöf til minningar um Helenu B. Þrastardóttur
Safnahúsinu voru afhentar gjafir á Þorláksmessu til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur bókavörð.
Á Þorláksmessu kom árgangur '81 til okkar og afhenti húsinu gjafabréf fyrir bekk til minningar um Helenu Björk Þrastardóttur bókavörð sem lést 21. júlí. Einnig afhentu þau mynd sem gerð af af Jelenu og prýðir nú afgreiðslu bókasafnsins. Viðstödd afhendinguna voru jafnframt nokkrir ættingar Helenu.
Helena Björk Þrastardóttir var fædd á Ísafirði 18. ágúst 1981, dóttir Þrastar Kristjánssonar og Þórlaugar Ásgeirsdóttur. Undanfarin ár starfaði hún sem bókavörður á bókasafninu á Ísafirði og var vinsæl með gesta safnsins enda einstaklega þjónustulipur og hlý í framkomu. Starfsfólk Safnahússins á Ísafirði þakkar árgangi ´81 fyrir gjöfina sem mun nýtast vel gestum og gangandi sem leið eiga um hjá okkur. Gjöfin mun um leið halda á lofti minningu yndislegrar stúlku með fallegt bros og hlýja nærveru.