
Heimsóknir á jólaföstu
Margir lögðu leið sína í Safnahúsið á jólaföstunni, þar á meðal Grýla sjálf og hyski hennar. Við vonum að okkur hafi tekist að sannfæra þau um að koma aftur að ári.
Við fengum góðar heimsóknir á jólaföstu en þeir Giljagaur og Pottaskefill heiðruðu okkur með nærveru sinni til að heilsa upp á gesti og gangandi. Hún Grýla gamla lagði líka leið sína hingað á sjálfri Þorláksmessu og skoðaði jólasýninguna auk þess að spjalla við gesti. Við vonumst til að þeir sveinarnir og móðir þeirra verði fastir gestir hjá okkur á jólaföstunni og stefnum á að bjóða þeim öllum næstu jól, hvort okkur tekst að sannfæra Leppalúða og jólaköttinn um að koma verður bara að koma í ljós.
Heimsóknirnar voru styrktar af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.