Þetta þarftu að vita!

Þann 31. ágúst 2023 heldur Félag um skjalastjórn ráðstefnu um þróun og stöðu upplýsinga. Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu er markviss stjórnun þeirra orðin lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er stjórnkerfi upplýsinga (e. Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi.

Lykilfyrirlesarar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði og nálgast efnið á ólíkan hátt.
- Lewis S. Eisen, JD CIP, alþjóðlegur metsöluhöfundur og fyrirlesari: Making an Information Policy strategic and successful
- Anthea Seles, sérfræðingur í stafrænni skjalastjórn og varðveislu, Use of Artificial Intelligence in the dissemination of information
- Manfred Traeger, framkvæmdastjóri og sérfræðingur í stjórnun upplýsinga, A practical guidance for Information Governance – Lessons learned

Aðrir fyrirlesarar eru innlendir sérfræðingar sem veita okkur frekari innsýn í sína þekkingu, reynslu og umhverfi. Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á, vilja fylgjast með og fræðast um stjórnkefi upplýsinga. Hún er einnig sérlega gagnleg fyrir alla sem koma að stefnumótun og stjórnun í sínu starfi sem og þeir sem vinna að upplýsingastjórnun hvort sem það varðar gagnastýringu, skjalastjórnun, persónuvernd, upplýsingaöryggi eða stjórnsýslu.

Hlekkur á síðu með nánari upplýsingum -  https://radstefna.irma.is/

Velja mynd