70 harmonikur og nokkrum betur úr safni Ásgeirs S. Sigurðssonar er yfirskrift sumarsýningar Byggðasafns Vestfjarða og Safnahússins. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 29. júní kl. 17 í sal Listasafns Ísafjarðar á 2. hæð Safnahússins. Sýningin er tileinkuð minningu Björns Baldurssonar fyrrum safnvarðar við Byggðasafn Vestfjarða. Harmonikusafn Ásgeirs á sér ekki hliðstæðu á Íslandi en á sýningunni er úrval á áttunda tug hljóðfæra sem Ásgeir taldi forvitnilegar fyrir margra hluta sakir svo sem sögu og fágæti.
Lesa meiraSafnahúsið er lokað laugardaginn 17.júní. Óskum öllum gleðilegs þjóðhátíðardags!
Lesa meiraÞau leiðu mistök urðu á dögunum að röng auglýsing fór frá okkur í bæklinginn um íþróttir og tómstundalíf í Ísafjarðarbæ í sumar. Húsið er opið til kl. 18 virka daga en ekki til kl. 19 eins og segir í auglýsingunni og það er lokað á sunnudögum. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Lesa meira