Rafbókasafnið var opnað 30. janúar s.l. og hingað til hafa einungis lánþegar Borgarbókasafnsins getað nýtt sér þessa þjónustu. Frá og með 1. júní munu bætast við þrettán önnur almenningssöfn vítt og breitt um landið og er Bókasafnið Ísafirði eitt þeirra.
Lesa meira
Síðasti dagur sýningar GARASON, Guðlaugs Arasonar, á Álfabókum er laugardagurinn 27. maí. Við hvetjum alla til að koma og skoða þessi einstaklega skemmtilegu verk.
Lesa meira
Fyrir nokkru var efnt til samstarfs af hálfu Kaufering, sem er vinabær Ísafjarðarbæjar í Þýskalandi um að útbúa og skiptast á ullarteppum úr hekluðum og prjónuðum ferningum
Lesa meira
Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út í nítugasta sinn og er viðfangsefnið að þessu sinni Ísafjarðardjúp
Lesa meira
Líkt og undanfarin ár verður Bókasafnið með sumarlestur fyrir börn í grunnskóla og þá sérstaklega fyrir börn í 1. - 6. bekk. Í ár ætlum við að breyta aðeins til og bjóða upp á lestrarbingó.
Lesa meira
Hverfandi menning – Djúpið er nafn á sýningu á ljósmyndum eftir Þorvald Örn Kristmundsson sem opnar í sal Listasafns Ísafjarðar í Safnahúsinu 6.maí n.k.
Lesa meira
Þriðjudaginn 2. maí verður Garason (Guðlaugur Arason) í Safnahúsinu milli kl. 4 og 6 og segir frá verkum sínum á sýningunni Álfabækur. Verkin sýna bækur í ýmsu rými en verkin krefjast þess að áhorfandinn gefi sér góðan tíma til að skoða þau því í hverju þeirra leynist lítill verndarálfur. En sjón er sögu ríkari.
Lesa meira