Lýsitexta vantar með mynd.

Ljósmyndir danska lyfsalans Gustav Rasmussen á vefnum

Árið 1910 urðu þáttaskil í lyfjasölu á Ísafirði þegar lyfsalan var falin sérfræðingi í lyfjafræði og Carl Gustav Adolph Rasmussen lyfsala var veitt lyfsöluleyfi. Hann var fæddur í Grenå í Danmörku 9. desember 1882 og lauk prófi í lyfjafræði árið 1906 í Kaupmannahöfn. Starfaði hann síðan í apótekum víða í Danmörku en í nóvember 1907 varð hann lyfjasveinn við Reykjavíkurapótek þar sem hann starfaði til 1. janúar 1911. Rasmussen var veitt lyfsöluleyfi á Ísafirði 15. september 1910 en opnaði ekki apótek þar fyrr en 23. febrúar 1911. Tók hann á leigu húsnæði að Pólgötu 1 en húsið byggði Einar Bjarnason kaupmaður árið 1901. Rasmussen keypti húsið 1. febrúar 1917 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til þau fluttu frá Ísafirði sumarið 1920.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Tíra – Bjargey Ólafsdóttir

Bjargey Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaseríu sem hún nefnir Tíra, í Listasafni Ísafjarðar, Safnahúsinu, Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 6. mars og stendur til 17. apríl 2021. Sýningin verður opin virka daga kl. 12.00-18.00 og á laugardögum kl. 13.00-16.00. Bjargey verður með listamannaspjall við opnun sýningar sinnar og hefst það kl. 14.00.

Lesa meira