Edda Björg forstöðukona Bóksafnsins Ísafirði var í viðtali hjá Morgunblaðinu í október.
,,Fólk kemur á bókasafn án kvaða um að kaupa eitthvað. Getur verið þar við vinnu eða nám, notið þess að kíkja í blöðin með kaffibolla eða fylgst með viðburðum."
Lesa meira
Sveitalíf er yfirskrift norræna skjaladagsins sem að þessu sinni verður laugardaginn 13. nóvember. Að venju munu héraðsskjalasöfn um allt land kynna efni sem tengist þema dagsins. Að þessu sinni sýnir Skjalasafnið Ísafirði skjöl og myndir sem tengjast Seljalandsbúinu, sem rekið var af Ísafjarðarkaupstað árin 1927-1951.
Lesa meira
Hörður Högnason færði nýverið Listasafn Ísafjarðar þrjú málverk að gjöf frá afkomendum Þórðar Jóhannssonar úrsmiðs og Kristínar Magnúsdóttur húsmóður sem bjuggu lengstum í Hafnarstræti 4 á Ísafirði. Um er að ræða tvö málverk eftir Jón Hróbjartsson og eitt málverk eftir Gunnar S. Gestsson. Öll verkin eru í góðu ásigkomulagi og mikill fengur fyrir safnið að eignast þau.
Lesa meira
Bókaspjall verður haldið Laugardaginn 13.11.21 kl 14:00.
Ylfa Mist Helgadóttir mun segja frá bókum og Guðfinna Heiðarsdóttir segir frá Ársriti Sögufélags Ísfirðinga.
Grímuskilda er á viðburðinn og fólk er beðið um að huga að persónulegum sóttvörnum.
Lesa meira
Næstkomandi laugardag verður Helga Pálína með leiðsögn um sýningu sína í sal Listasafns Ísafjarðar Safnahúsinu og spjallar við gesti safnsins um hugmyndirnar sem liggja að baki verkanna og gerð þeirra.
Lesa meira