Lýsitexta vantar með mynd.

Menningarbrú á norðurslóðum

Í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu er efnt til málþings í Safnahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 28. október kl. 18–20. Yfirskrift málþingsins er „Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.“

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Veturnætur á Bókasafninu Ísafirði.

Í tilefni Veturnátta mun Bókasafnið Ísafirði bjóða upp á skemmtilega dagsskrá. Mánudaginn 18.10.21. kl 17:00 mun Aðalheiður Jóhannsdóttir koma og bjóða upp á jóga. Dýnur eru á staðnum en fólk er velkomið að koma með eigin. Fimmtudaginn 21.10.21 kl 17:00 mun Einar Mikael koma og sýna ótrúleg töfrabrögð og magnaðar sjónhverfingar. Verjum tíma saman á Vetrarnóttum.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Tengingar - Helga Pálína Brynjólfsdóttir

TENGINGAR - sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur textíllistakonu, opnar á morgun í sal Listasafns Ísafjarðar, Safnahúsinu Eyrartúni. Helga Pálína hefur um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn

Lesa meira